BYR fasteignasala kynnir í einkasölu RÉTTARHEIÐI 5, Hveragerði. Raðhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr í grónu hverfi miðsvæðis í Hveragerði.
Húsið er staðsett við lítin botnlanga, suðurgarður, stutt í alla helstu þjónustu s.s. leikskólann Óskaland. Ýtið hér fyrir staðsetningu. Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi „risherbergi", hol, baðherbergi, þvottahús og bílskúr með geymslulofti.
Nánari lýsing: Anddyri með þreföldum fataskáp. Innangengt er í bílskúr frá anddyri.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi. Útgengt er frá stofu út á timburverönd til suðurs. Heitur pottur er á verönd.
Eldhús með eyju. AEG ofn í vinnuhæð, gashelluborð, háfur. Electrolux uppþvottavél og ísskápur geta fylgt. Eyja er á hjólum.
Gasskynjari tengdur stjórnstöð Securitas. Gaskútur er staðsettur undir vaski í eldhúsi.
Hol er við alrými, frá holi er stigi í
risherbergi sem hefur verið nýtt sem fjórða svefnherbergið. Í risherbergi er Velux gluggi.
Svefnherbergin eru þrjú + risherbergi.Hjónaherbergi með fjórföldum fataskáp.
barnaherbergin eru bæði með tvöföldum fataskápum.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, i sturtuhorni er fibo á veggjum. Vask innrétting, salerni, nuddbaðkar og sturtuklefi, handklæðaofn. Sturta var endurnýjuð árið 2019.
Þvottahús, flísalagt gólf og hluti veggjar, stálvaskur í borði, hækkun fyrir eina vél. Þvottahús er innaf baðherbergi. Lúga er frá þvottahúsi að þakrými.
Bílskúr, Aðalinntök og rafmagnstalfa eru í bílskúr, aukainntak er í þvottahúsi. Rafræn opnun á bílskúrshurð. Geymsluloft er í bílskúr.
Lúga er frá geymsluhluta bílskúrs niður í lagnakjallara undir húsinu, öndunarrör eru á húsinu frá lagnakjallara báðu megin húss, þ.e. að framan og aftanverðu.
Gólfefni: Parket er á alrými, holi og svefnherbergjum. Flísar eru á baðherbergi, þvottahúsi og bílskúr. Náttuúrusteinn á anddyri.
Allar innréttingar í eldhúsi, baðherbergi og fataskápar eru
sérsmíðaðar frá AXIS, Ölur er í öllum sérsmíðuðum innréttingum.
Raðhúsalengjan Réttarheiði 1-11 samanstendur af 6 raðhúsaíbúðum.
Húsið er byggt úr forsteyptum einingum. Gróin garður, timburverönd er sunnan megin við húsið, heitur pottur 7 manna (rafmagnspottur) er á timburverönd.
Hellulagt bílaplan fyrir þrjár bifreiðar, aðkoma að húsi er hellulögð. Hiti er í bílaplani. Tveir geymsluskúrar; u.þ.b. 2 m² í garði og u.þ.b. 6 m² á verönd nýttur sem hjólageymsla.
Skráning hússins hjá HMS:Stærð: Íbúð 122.7 m². Bílskúr 26.1 m². Samtals 148.8 m².
Brunabótamat: 69.000.000 kr.
Fasteignamat: 71.750.000 kr. Fyrirhugað fasteignamat ársins 2024 er 77.400.000 kr
Byggingarár: 2004
Byggingarefni: Forsteypt.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala