BYR fasteignasala kynnir í einkasölu NEÐRA-APAVATN lóð, 805 Selfoss. Sumarhúsið stendur húsið á skógi vaxinni, eignalóð við Apavatn skammt frá Laugarvatni.
Meðfram lóðinni rennur bergvatnsáin Apaá. Leiðarvísir að sumarhúsinu, ÝTIÐ HÉR til að sjá staðsetningu á korti. Húsið stendur skammt frá Laugarvatni þar sem má finna alla helstu þjónustu og afþreyingu s.s heilsulindina Laugarvatn fontana. Sumarhúsið er timburhús, byggt árið 1984, 58.2 m² með geymslu byggð árið 1972, 5,3 m², samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, tvö svefnherbergi (voru áður þrjú), salerni og geymsla/inntaksrými. Geymsla.
Nánari lýsing:
Anddyri með fatahengi.
Alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, útgengt er út á timburverönd frá alrými.
Eldhús, eldhúsinnrétting, helluborð og ísskápur fylgir.
Stofa með
arin úr Drápuhlíðargrjóti (virkur).
Svefnherbergin eru tvö voru áður þrjú, möguleiki er á að skipta þeim upp aftur. Fataskápur er í öðru svefnherberginu en fatahengi í hinu.
Salernisaðstaða, salerni og vaskinnrétting.
Geymsla/inntaksrými, er aftan við salerni, gengið inn að utanverðu, möguleiki er á að setja þar upp sturtu.
Allt innbú hússins fylgir utan nokkra persónlegra muna. Húsið er kynt með varmadælu „loft í loft“ (alltaf stillt á 20°) og rafmagnsofnum. 50L hitakútur fyrir neysluvatn er við húsið.
Húsið er timburhús, klætt að utan með liggjandi timburklæðningu. Bárujárn á þaki. Timburverönd umlykur húsið á tveimur hliðum, til suðurs og vesturs.
Landið er skráð 5000,0 m² (ca. hálfur hektari) samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands, ekki er fyrirliggjandi skráð afmörkun lóðar hjá Landeignaskrá,
Lóðin er öll afgirt. Köld geymsla skráð 5,3 m² er á lóðinni.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala