Byr fasteignasala kynnir VÆTTABORGIR 72, Reykjavik í einkasölu. Rúmgott sjö herbergja parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á vinsælum stað í Grafarvogi, útsýni að Esjunni.
Verönd er beggja megin við húsið, snyrtilegur garður. Stutt í alla almenna þjónustu s.s. skóla. Ýtið hér fyrir staðsetningu. Raðhúsið er steypt, byggt árið 1998. Eignin skiptist í parhús 181,7 m² og bílskúr 30,5 m², samtals 212,2 m² að stærð samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi, sjónvarpsherbergi/hol, þvottahús og bílskúr.
Efri hæð: Anddyri með flísum á gólfi, fatahengi og fataskáp. Innangengt er úr anddyri í bílskúr.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr alrými á rúmgóða timburverönd til suðurs með skjólveggjum. Upptekið loft er í alrými með innbyggðri halogen lýsingu.
Eldhús með flísum á gólfi, rúmgóðri innréttingu, eyja, granít borðplötur, háfur, nýlegur AEG ofn og nýlegt AEG spansuðuhelluborð. Electrolux uppþvottavél, Electrolux ísskápur getur mögulega fylgt.
Rúmgóð
borðstofa og stofa, með gegnheilu parketi á gólfi, upptekið loft, gott útsýni meðal annars að Esjunni.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, vaskinnrétting, baðkar, vegghengt salerni og handklæðaofn.
Parketlagður
stigi liggur niður á neðri hæð hússins, inbyggð lýsing er í stiga.
Bílskúr, málað gólf, innangengt er úr anddyri í bílskúr, millilloft er í bílskúr, heitt og kalt vatn.
Neðri hæð:Sjónvarpsherbergi/hol er neðan við stiga, flísar á gólfi, þaðan er útgengt út á timburverönd í bakgarði.
Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru á neðri hæð.
Hjónaherbergi með fataherbergi inn af, harðparket á gólfi. Útgengt er úr hjónaherbergi út á timburverönd í bakgarði.
Þrjú barnaherbergi, öll með fataskáp. Útgengt er úr einu barnaherberginu út í garð.
Baðherbergi með þvottaaðstöðu, vélræn loftun. Flísar á gólfi og á veggjum að hluta. Vaskinnrétting, salerni, sturta og handklæðaofn.
Þvottahúss innrétting með hækkun fyrir tvær vélar í vinnuhæð.
Húsið er staðsteypt parhús á tveimur hæðum.
Bílaplan er hellulagt með snjóbræðslukerfi. Rúmgóður og snyrtilegur garður. Framan við húsið er
timburverönd til suðurs, matjurtarbeð er á verönd. Aftan við húsið er
timburverönd.
Sorptunnuskýli fyrir tvær tunnur.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala