Byr fasteignasala kynnir BREKKUBYGGÐ 15, 540 Blönduós í einkasölu. Vel skipulagt og mikið endurnýjað sex herbergja einbýlishús 142,5 m² með tvöföldum bílskúr 82,5 m², gróin lóð með sérhönnuðum garði með garðskála, heitum potti og leikkofa. Húsið hefur verið endurnýjað að miklu leyti að innan og utanverðu í gegnum tíðina. Góð staðsetning í grónu hverfi á Blönduósi. Ýtið hér fyrir staðsetningu. EIGNIN ER LAUST TIL AFHENDINGAR VIÐ UNDIRSKRIFT KAUPSAMNINGS. Húsið er steypt byggt árið 1979, 142,5 m² og bílskúr er steyptur byggður árið 1984, 82,5 m² samtals 225,0 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Skipulag eignar: Anddyri, eldhús, borðstofa, stofa, fjögur svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi, gestasalerni, gangur og þvottahús. Bílskúr, geymsla, gróðurhús og barnahús.
Nánari lýsing:
Anddyri með 40x80 flísum á gólfi, innbyggður fataskápur með lýsingu.
Eldhús, borðstofa, með 40x80 flísum á gólfi. Brúnás innrétting (árið 2020) með innbyggðri uppþvottavél, ofni og örbylgjuofni/ofni, helluborð og háfur frá IKEA.
Ný rennihurð er í eldhúsi sem opnast út á hellulagða suðurverönd, gluggi einnig nýr sem og loftaplötur með innbyggðri led lýsingu.
Stofa með gegnheilu kirsuberja parketi á gólfi. Útgengt er úr stofu á suðurverönd. Gengið er eitt þrep niður í stofu.
Svefnherbergisgangur með harðparketi sem flæðir inn í öll svefnherbergi.
Hjónaherbergi, útgengt er frá hjónaherbergi út á suðurverönd. Inn af hjónaherbergi er
fataherbergi með opnum hillum.
Barnaherbergin eru þrjú, eitt þeirra var áður tvö en hefur nú verið sameinað í eitt stórt herbergi. Harðparket á gólfum.
Baðherbergi er rúmgott með hita í gólfi, vegghengt salerni, flísar í hólf og gólf, rúmgóð vask innrétting. Loftræsting með útsogi.
Gestasalerni með vegghengdu salerni og handlaug. Loftræsting með útsogi.
Þvottahús með flísum á gólfi, innrétting fyrir eina vél í vinnuhæð, stálvaskur. Loftræstikerfi og gólfhitastýring er í þvottahúsi.
Bílskúr er tvöfaldur með steyptu gólfi. Þriggja fasa rafmagn. Bílskúrshurðaopnari, ein fjarstýring fylgir. Innrétting með vaski er í rýminu. Í enda bílskúrs er vinnustofa með millilofti sem haldið er uppi af stálgrind. Í vinnustofu er sturta og vaskur, gert ráð fyrir salerni.
Geymsla er á bakvið bílskúr fyrir aftan vinnustofu. Köld garðgeymsla (11,9 m²), vinnuljós og opnanlegt fag. Hellulagt gólf, steníklætt að utan. Þessi geymsla er ekki innifalin í fermetratölu.
Gólfefni: Parket er á svefnherbergjum og í stofu. Flísar eru á anddyri, eldhúsi og borðstofu, holi, þvottahúsi og á baðherbergjum.
Undir flísum er gólfhitalögn sem er steypt í gólfplötu, Danfoss stýringar á veggjum. Ofnar eru í öðrum rýmum.
Innbyggð lýsing er í öllum rýmum. Dimmerar eru í öllum endurnýjuðum rofum. Upptekin loft eru alls staðar.
Rafmagn, titcino rofar og tenglar eru upprunalegir, í eldhúsi er búið að endurnýja í BERKER, stóra svefnherbergi og ganginum, baðherbergi, forstofu, þvottahúsi og salerni.
Hitaveita er á svæðinu.
Garður er sérhannaður, gróinn með hellulögn, steyptri stétt að hluta, skjólvegg að hluta en alveg aflokaður.
Hellulagt bílaplan rúmar 8 bíla, hiti í plani við inngang og fyrir framan bílskúr. Sorptunnuskýli fyrir tvær tunnur. Leikkofi með ljósi, sandkassi,
gróðurhús með ofnalögn og opnanlegum pumpum í gluggum. Í gróðurhúsinu er vínviður, plómutré og bláberjarunnar.
Heitur pottur er í bakgarði u.þ.b. 6 ára gamall.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala