BYR fasteignasala kynnir MÁNASTAÐIR 2, Ölfus. Eignarlóð í nágrenni Hveragerðis, í einkasölu.Á lóðinni er heimilt að byggja íbúðarhús, bílageymslu og gestahús, samkvæmt deiliskipulagi. Heildarbyggingarmagn er allt að 300 m².Lóðin er gróin og stendur í einungis 1,5 km fjarlægð frá miðbæ Hveragerðis, sunnan Hveragerðis, austan við Þorlákshafnarveg (nr. 38).
Lóðin er 5.974,5 m² íbúðarhúsalóð í Ölfusi. Fyrirhugað fasteignamat ársins 2023 er kr. 6.940.000.-
Sjá í landeignaskrá land númer 228-525
https://geo.skra.is/landeignaskra/228525Í dag stendur á lóðinni nýlegur vinnuskúr. Rafmagn er í vinnuskúr ásamt vatni og salernisaðstöðu.
Á lóðinni er heimilt að byggja íbúðarhús, bílageymslu og gestahús, samkvæmt deiliskipulagi. Heimilt er að byggja allt að 220m² íbúðarhús og bílskúr, sambyggt eða sitt í hvoru lagi. Þá er heimilt að byggja allt að 80
m² gestahús
. Heildarbyggingarmagn er allt að 300 m².Mánastaðir 1 og 2 / Kambastaðir í Sveitarfélaginu Ölfus, deiliskipulag. Deiliskipulag greinagerð sjá
hér. Að sögn seljanda hefur eftirfarandi verið framkvæmt á lóðinni:- Búið er að leggja rotþró og samhliða því búið að leggja rafmagn, ljósleiðara og kalt vatn að byggingarreit. Þessar leiðslur liggja hægra megin við innkeyrsluna.
- Búið er að leggja heimtaug að byggingarreit.
- Búið er að leggja innkeyrslu að vinnuskúr, beint ofan á óhreyfðan jarðveg.
- Vinnurafmagn er í vinnuskúr.
- Við uppgröft á lóðinni var komið niður á fast (klöpp) eftir u.þ.b. 70 cm. Fyrir ofan 70 cm er hraun og moldarjarðvegur
- Búið er að gróðursetja nokkur tré og runna á lóðinni.
- Sett verður ný heitavatnslögn í nánustu framtíð þar sem svæðið er allt í uppbyggingu.
Eignarlóð á svæði sem er í uppbyggingu rétt sunnan við Hveragerði stutt er í alla helstu þjónustu sem og í höfuðborgina. Ýtið hér fyrir staðsetningu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - [email protected]
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – [email protected]
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - [email protected]
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, aðstoðarmaður fasteignasala - [email protected]
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði | Byr fasteignasala