Lundeyjarsund 26, Selfoss


TegundSumarhús Stærð48.70 m2 3Herbergi Baðherbergi

Byr fasteignasala hefur í einkasölu 48,7fm sumarbústað við Lundeyjarsund 26 í Hraunborugum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sumarbústaðurinn er byggður úr timbri og stendur á timbursúlum. 5000fm leigulóð. Rafmagnskynding.

Bústaðurinn skiptist í stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og tvær geymslur.

Nánari lýsing:
Tveir inngangar eru í bústaðinn, annar er inn í stofuna og hinn er inn á gang/anddyri.
Stofa og eldhús eru í sama rými.
Eldhúsið er með lítilli viðarinnréttingu og eldavél og ofn. Í stofunni er nýleg kamina og gasofn, annars er kynnt með rafmagnsofnum. 
Innaf stofunni er annað herbergið, það er lítið og ekki með hurð.
Frá eldhúsi er gengið inn á gang. Útgengt er frá ganginum/anddyrinu.
Frá ganginum er gengið inn í stærra herbergið, geymsluna og baðherbergið.
Baðherbergið er við hliðina á hjónaherberginu og þar er sturtuklefi, hvít innrétting og þvottavél sem fylgir.
Gólfefni; plastparket og flísar.
Gengið er inn í útigeymslu aftan við húsið (sérinngangur) og þar er hitakúturinn.
Allt innbú fylgir bústaðnum.
 
Bústaðurinn er kynntur með rafmagni en hitaveita er komin á svæðið.

Sumarbústaðurinn er klæddur með viðarklæðningu, bárujárn á þaki.
Timburpallur sem er fyrir framan húsið er kominn að viðhaldi.
Lóðin er sérstaklega gróðursæl og falleg.

Um er að ræða sumarbústað á lokuðu sumarhúsasvæði í Hraunborgum og þaðan er örstutt er í golf á Kiðjabergsvellinum.

Lóðarleiga er um kr. 41 þúsund á ári.

í vinnslu