Breiðamörk 21, Hveragerði
Byr fasteignasala kynnir spennandi tækifæri í Hveragerði; höfum fengið í sölu veitingastaðinn Kjöt og Kúnst. Möguleiki er á að kaupa bæði rekstur og húsnæði eða einugis rekstur. Einnig er möguleiki á að leigja rekstur og húsnæði.
Kjöt og Kúnst er vel staðsettur, fullbúinn veitingastaður og kaffihús með sérstöðu þar sem hveraorkan leikur aðalhlutverk í eldamennskunni.
Veitingastaðurinn er staðsettur við aðalgötu bæjarins, tengdur hverasvæðinu sem er ein vinsælasta ferðamannaperla landsins og samanstendur af kaffishúsi og veitingastað sem sérhæfir sig í hveraeldun og bakstri. Utandyra eru tvö hveraeldhús og sæti fyrir 60 manns, innandyra er leyfi fyrir 100 manns í sæti.
Staðurinn hefur sérstöðu á heimsvísu en hveraeldunin sem bæði á sér stað innadyra og utandyra, hefur vakið heimsathygli hjá yfmsum sjónvarpsstöðvum víða um heim t.d. BBC, franska sjónvarpinu, Chanel 4 ásamt sjónvaprsstöðvum frá Japan, Kína, Hollandi, Danmörku, Englandi, Kanada og USA svo einnig sé nú minnst á íslenska þætti eins og Landann ofl. Umfjallanir um Kjöt og Kúnst er í flestum ferðamannabókum sem fjalla um Ísland og þar bent á stað sem áhugavert sé að heimsækja til að upplifa meðal annars hveraeldun. Veitingastaðurinn hefur áunnið sér 4 stjörnur á Tripadvisor þar sem allmargir hafa hælt staðnum fyrir góðan mat og þjónustu, fjölbreyttan matseðil og áhugaverða eldun.
Nánari upplýsingar um veitingastaðinn er að finna á heimasíðunni www.kjotogkunst.is youtube og google.
Samþykki er komið fyrir stækkun á húsnæðinu um 100 sæti, teikning fylgir.
Hveragerði er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, helstu náttúruperlur landsins handan við hornið og höfuðborgin í 30 mín. fjarlægð.
Hafið samband við Byr fasteignasölu fyrir frekari upplýsingar.
Óskað er eftir tilboðum.