Frumskógar 3, Hveragerði


TegundEinbýlishús Stærð510.90 m2 22Herbergi Baðherbergi Margir inngangar

Byr fasteignasala hefur fengið í sölu Frumskóga 3 í Hveragerði. Í dag er þar rekið gistihús sem býður upp á rúmgóðar íbúðir og björt herbergi, auk þess sem allir gestir hafa aðgang að frábærri útiaðstöðu með heitum potti, gufubaði og útisturtu.

Eignin samanstendur af:
264,6 fm íbúðarhúsi/gistihúsi á tveimur hæðum og á neðri hæðinni er borðsalur fyrir gesti.
201,6 fm gistiheimili sem skiptist í 5 íbúðir, kjallari er undir húsinu.
44,7 fm gistiheimili, ein íbúð.

Nánari lýsing:
Íbúðarhúsið er  byggt árið 1949. Það hefur verið gert upp að fullu á undanförnum árum og skiptist sem hér segir;
Neðri hæð:
Þegar gengið er inn í húsið að framanverður er komið inn í anddyri og þaðan er gegnið inn í móttöku gistishússins, inn í íbúðina og upp á efri hæðina. Á neðri hæðinni er móttaka, matsalur og eldhúsaðstaða og íbúð sem er með 3. herbergjum, stofu, eldhúsi, anddyri og tveimur baðherbergjum. 
Efri hæð:
Efri hæðin skiptist í fimm herbergi og er vaskur í þeim öllum. Herbergin eru öll tveggja manna og á hæðinni eru tvö salerni og annað er með sturtuaðstöðu. 
 

Íbúðir
Íbúðirnar eru 6 alls og eru í tveimur húsum sem eru 44,7 fm og 201,6 fm. Í stærra húsinu eru 5 íbúðir og er hver og ein með svefnaðstöðu fyrir allt að fimm manns. Í íbúðunum er rúmgott svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi með sturtu. Undir öllu húsinu er kjallari sem hefur verið skipt niður með kerfisveggjum í 7 geymslur, tækjarými, þvottahús og stórt herbergi sem bíður upp á ýmsa möguleika. 
Minna húsnæðið er ein stór íbúð sem skiptist í eitt herbergi, eldhús og baðherbergi með sturtu.


Útiaðstaða
Fyrir aftan minna gistihúsið er notalegt og lokað svæði með heitum potti, útisturtu og gufubaði. 
Allt svæðið fyrir framan gistihúsið og bílastæði eru malbikað eða hellulagt og snyrtilega frágengið með fallegum trjágróðri og beðum.

Möguleiki á 100% lánveitingu á hluta eigna.

 

í vinnslu