Árskógar 8, 109 Reykjavík

4 Herbergja, 108.7 m2 Fjölbýlishús, Verð:51.900.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu bjarta og fallega fjögurra herbergja íbúð við Árskóga 8 í Reykjavík.  Stærð íbúðar er 108,7 fm. Íbúðin skiptist í anddyri/hol, tvær stofur, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu, og geymslu í kjallara. Íbúðin er á elleftu hæð. Nánari lýsing: Rúmgott anddyri/hol með fataskáp. Stofa1; stór og björt og útsýnið þaðan mikið og fallegt, útgengt er á svalir frá stofunni. Stofa 2; minni stofa með gólfsíðum gluggum. Herbergin eru tvö og er minna herbergið með útbyggðum glugga. Stærra herbergið er með stórum fataskáp og öðrum minni sem var færður þangað úr minna herberginu. Stórt baðherbergi með hvítri baðinnréttingu, sturtuklefa, skolvask og þvottaaðstöðu. Flísar á veggjum. Rúmgóð geymsla með góðu hilluplássi er kjallara. Gólfefni: parket á öllum rýmum nema baðherbergi, þar er dúkur á gólfi. Stór sameiginlegur salur er á jarðhæð. Salurinn er notaður fyrir ýmisskonar félagsstörf og veislur. Snyrtileg, rúmgóð íbúð með miklu útsýni og stutt er ...

Breiðamörk 21, 810 Hveragerði

8 Herbergja, 328.1 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:99.900.000 KR.

Byr fasteignasala kynnir spennandi tækifæri í Hveragerði; höfum fengið í einkasölu veitingastaðinn Kjöt og Kúnst. Möguleiki er á að kaupa bæði rekstur og húsnæði eða einugis rekstur. Kjöt og Kúnst er vel staðsettur, fullbúinn veitingastaður og kaffihús með sérstöðu þar sem hveraorkan leikur aðalhlutverk í eldamennskunni. Veitingastaðurinn er staðsettur við aðalgötu bæjarins, tengdur hverasvæðinu sem er ein vinsælasta ferðamannaperla landsins og samanstendur af kaffishúsi og veitingastað sem sérhæfir sig í hveraeldun og bakstri. Utandyra eru tvö hveraeldhús og sæti fyrir 60 manns, innandyra er leyfi fyrir 100 manns í sæti. Staðurinn hefur sérstöðu á heimsvísu en hveraeldunin sem bæði á sér stað innadyra og utandyra, hefur vakið heimsathygli hjá yfmsum sjónvarpsstöðvum víða um heim t.d. BBC, franska sjónvarpinu, Chanel 4 ásamt sjónvaprsstöðvum frá Japan, Kína, Hollandi, Danmörku, Englandi, Kanada og USA svo einnig sé nú minnst á íslenska þætti eins og Landann ofl. ...

Minni-Borg G , 801 Selfoss

Herbergja, m2 Lóð / Jarðir, Verð:2.000.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í sölu 9.611,0 fm eignarland við Minni-Borg lóð merkt G. Um er að ræða sumarbústaðarlóð í um 1.km fjarlægð frá Borg í Grímsnesi og með þeirri þjónustu sem þar er í boði. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu og það getur komið til þess að krafa verði gerð um deiliskipulag yfir allar sumarhúsalóðir á svæðinu t.a.m. við byggingu. Kaupandi á engar kröfur á hendur seljanda vegna hvers kyns mála er varða deiliskipulags. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Byr fasteignasölu, sími 483 5800

Minni-Borg E , 801 Selfoss

Herbergja, m2 Lóð / Jarðir, Verð:2.500.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í sölu 16.136,1 fm eignarland við Minni-Borg lóð merkt E. Um er að ræða sumarbústaðarlóð í um 1.km fjarlægð frá Borg í Grímsnesi og með þeirri þjónustu sem þar er í boði.. Ekkert deiliskipulag liggur fyrir á svæðinu og það getur komið til þess að krafa verði gerð um deiliskipulag yfir allar sumarhúsalóðir á svæðinu t.a.m. við byggingu. Kaupandi á engar kröfur á hendur seljanda vegna hvers kyns mála er varða deiliskipula. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Byr fasteignasölu, sími 483 5800

Ásland 14, 270 Mosfellsbær

8 Herbergja, 199.7 m2 Einbýlishús, Verð:81.000.000 KR.

*** OPIÐ HÚS - ÞRIÐJUDAGINN 19.SEPTEMBER kl. 17:30 - 18:00 *** Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu Ásland 14 í Mosfellsbæ. Einstaklega fallegt 273,7 fm einbýlishús með glæsilegum garði. Þar af er 37 fm bískúr og auka 37 fm stúdíóíbúð með sérinngangi, auk áfasts garðskála, sem er um 13,5 fm og frístandandi geymsluskúrs, um 10 fm sem ekki eru meðtaldir í fermetrafjölda hússins. Um er að ræða steypt einbýlishús á tveimur hæðum, gengið er inn í húsið frá götu á efri hæð og út í garð á neðri hæð. Einkennandi fyrir húsið eru bogadregin loft og gluggar sem gefa húsinu mjög fallegan og suðrænan blæ. Efri hæðin telur forstofu, gestasnyrtingu, búr, eitt svefnherbergi sem nýtt er sem sjónvarpsherbergi, og stórt opið rými með eldhúsi stofu og borðstofu. Útgengt er á svalir í vesturátt og stóran suður sólpall.  Neðri hæð telur fjögur svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús ...

Oddsholt 4, 801 Selfoss

2 Herbergja, 19.7 m2 Sumarhús, Verð:4.100.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í sölu lítið gestahús í sumarbústaðarhverfi við Oddsholt 4 í Grímsnes og grafningshrepp. Húsið er 19,7 fm bjálkahús og stendur á 5.019,0 fm eignarlandi. Gesthúsið er eitt rými með baðherbergi og þar er sturta. Rafmagn er komið inn í húsið og eins kalt vatn. Lítil eldhúsinnrétting með vask er í húsinu. Hverfið er lokað með hliði. Nánari upplýsingar er að fá hjá Byr fasteignasölu í síma 483 5800

Lundeyjarsund 26, 801 Selfoss

3 Herbergja, 48.7 m2 Sumarhús, Verð:11.400.000 KR.

Byr fasteignasala hefur í einkasölu 48,7fm sumarbústað við Lundeyjarsund 26 í Hraunborugum, Grímsnes- og Grafningshreppi. Sumarbústaðurinn er byggður úr timbri og stendur á timbursúlum. 5000fm leigulóð. Rafmagnskynding. Bústaðurinn skiptist í stofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og tvær geymslur. Nánari lýsing: Tveir inngangar eru í bústaðinn, annar er inn í stofuna og hinn er inn á gang/anddyri. Stofa og eldhús eru í sama rými. Eldhúsið er með lítilli viðarinnréttingu og eldavél og ofn. Í stofunni er nýleg kamina og gasofn, annars er kynnt með rafmagnsofnum.  Innaf stofunni er annað herbergið, það er lítið og ekki með hurð. Frá eldhúsi er gengið inn á gang. Útgengt er frá ganginum/anddyrinu. Frá ganginum er gengið inn í stærra herbergið, geymsluna og baðherbergið. Baðherbergið er við hliðina á hjónaherberginu og þar er sturtuklefi, hvít innrétting og þvottavél sem fylgir. Gólfefni; plastparket og flísar. Gengið er inn í útigeymslu aftan við húsið (sérinngangur) og þar er hitakúturinn. Allt ...

Breiðamörk 22, 810 Hveragerði

6 Herbergja, 150.3 m2 Atvinnuhúsnæði, Verð:47.500.000 KR.

Byr fasteignasala hefur fengið í einkasölu hostel við Breiðamörk 22 í Hveragerði. Eignin er 150,3 fm á efri hæð í gömlu símstöðinni.    Lýsing eignar:  Stigagangur.  Fimm herbergi.  Eldhúsið er allt nýtt og opið er inn í borðstofu. Borðstofan með útgengi á austursvalir. Snyrtingarnar eru þrjár, tvær sturtur, allt nýuppgert. Þvottahús er fyrir framan eitt baðherbergið. Geymslur eru tvær, önnur á efri hæðinni, hin undir stiganum. Gólfefni:  Nýtt harðparket er á öllum herbergjum, gangi, eldhúsi og borðstofu. Snyrtingar og þvottahús flísalagt í hólf og gólf. Allar innihurðir nýjar.   Í sumar var húsið tekið í gegn að utan m.a. múrað og málað. Skipt hefur verið um gler í gluggum á norður- og austurhlið.  Hér er um að ræða nýtt hostel við aðalgötu Hveragerðis með þeim leyfum sem þarf og bókunarkerfi. Nánari upplýsingar er að fá á skrifstofu Byr fasteignasölu. Athugið að kaupendur greiða stimpil-, þinglýsingar- og lántökugjald vegna kaupsamnings og nýrra lána, auk þjónustu- og ...

Bjarkarlækur , 801 Selfoss

Herbergja, m2 Lóð / Jarðir, Verð:7.000.000 KR.

Byr fasteignasala hefur í sölu Bjarkarlæk, eignaland úr landi Minni-Borgar í Grímnes- og Grafningshreppi. Spildan er afgirt og markar girðing útmörk spildunnar. Bjarkarlækur er 9,48 ha og er aðkoma að spildunni af Biskupstungnabraut nr. 35 um Bjarkarveg. Skipulagt sumarbústaðarhverfi er hinum megin við Bjarkarveginn.